Jón Jónsson 22.08.1829-21.04.1907

Prestur. Ólærður sem prestur. Stúdent frá Lærða skólanum 1854, Nám í læknisfræði hjá Jóni Hjaltalín, landlækni veturinn 1855-56 en hætti námi. Einn fjögurra 19. aldar manna sem fengu konungsleyfi til prestskapar án þess að hafa lokið guðfræðiprófi. Fékk leyfi til prestsskapar þótt hann hefði ekki lokið guðfræðiprófi 30. júní 1870. Veitt Dýrafjarðarþing 11. ágúst 1870 og vígður þann 20. Veittir Sandar í Dýrafirði 16. apríl 1882 og Staður á Reykjanesi 6. maí 1884. Lausn frá embætti 21. febrúar 1895 miðað við fardaga. Starfaði við kennslu hin síðustu ár.

Heimild: Guðfræðingatal 1847-2002 eftir Gunnlaug Haraldsson bls. 954-55

Staðir

Mýrakirkja Prestur 11.08. 1870-1882
Sandakirkja Prestur 16.09. 1882-1884
Staður Prestur 06.05. 1884-1895

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 15.01.2019