Janis Carol (Janis Carol Nielsson Walker) 28.11.1948-

<p>Janis Carol sést fyrst auglýst sem söngkona á Hótel borg snemma árs 1965 með hljómsveit Guðjóns Pálssonar. Seinna kom Janis fram með sveitum eins og Ó.B. kvartett (Óli Ben) í Glaumbæ, Hljómsveit Björns R. Einarssonar, Töturum, hljómsveitinni Lísu og með systur sinni Lindu Walker.</p> <p>Janis tók þátt í uppfærslu söngleiksins Hárið í Glaumbæ (apríl 1971), rokkóperunnar Jesus Christ Superstar sem Leikfélag Reykjavíkur frumsýndi (febrúar 1973) og í Chicago sem Þjóðleikhúsið færði upp 1985. Einnig kom hún fram með Drífu Kristjánsdóttur og Helgu Steinsson (söng með þjóðlagatríóinu Fiðrildi). Seinna söng hún með hljómsveitinni Lava í Svíþjóð og á Íslandi áður en hún átti glæstan feril sem söngleikjasöngkona í Londin...</p>

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Lava Söngkona 1976-07
Tatarar Söngkona 1970-08 1970-10

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Söngkona
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 10.10.2015