Gunnar Hallgrímsson 30.11.1747-15.02.1828
<p>Prestur. Stúdent frá Hólaskóla 1764 og varð þá djákni á Grenjaðarstað, fékk Upsir 10. júlí 1769 og fékk Laufás 1812 og var þar til æviloka. Var ekki kallaður mikill gáfumaður en vel látinn. Búhöldur góður og fékk verðlaun frá konungi og danska landbúnaðarfélaginu 1784 fyrir jarðrækt og garðhleðslu.</p>
<p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ II bindi, bls. 203. </p>
Staðir
Upsakirkja | Prestur | 10.07.1769-1812 |
Laufáskirkja | Prestur | 1812-1828 |
Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 25.08.2017