Ólafur Guðmundsson 1656 um-1731

<p>Prestur. Lærði í Hólaskóla. Varð síðan djákni að Munkaþverá. Fékk vonarbréf fyrir Grundarþingum eða Hrafnagili hvoru sem fyrr losnaði. Vígðist sumarið 1692 aðstoðarprestur sr. Bjarna á Grund og fékk Grundarprestakall eftir hann 1693. Fékk Hrafnagil 1695 og varð prófastur í Vaðlaþingi 1707. Missti prestskap vegna barneignar 1716. Andaðist á Höskuldsstöðum. <p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ IV bindi, bls. 48. </p>

Staðir

Grundarkirkja Aukaprestur 1692-1693
Grundarkirkja Prestur 1693-1695
Hrafnagilskirkja Prestur 1695-1716

Aukaprestur , prestur og prófastur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 12.05.2017