Ásgeir Bjarnason 1703-1772

<p>Prestur. Stúdent 1722 frá Skálholtsskóla. Prestur í Ögurþingi við Ísafjarðardjúp 1730-1763, á Stað í Súgandafirði 1763-1765 og Mýrum í Dýrafirði frá 1765 til dauðadags. Merkismaður, hægur og siðlátur, skrifaði upp fjölda handrita, hagmæltur nokkuð.</p> <p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ I bindi, bls. 88-89. </p>

Staðir

Ögurkirkja Prestur 06.08.1730-1763
Staðarkirkja í Staðardal, Súgandafirði Prestur 1763-1765
Mýrakirkja Prestur 1765-1772

Prestur

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 13.07.2015