Pétur Grétarsson 21.12.1958-

Pétur Grétarsson nam slagverk, fyrst í einkatímum hjá Guðmundi Steingrímssyni jazztrommara og síðar hjá Reyni Sigurðssyni í Tónlistarskólanum í Reykjavík. Þaðan lá leið hans til Boston og stundaði hann slagverksnám hjá Dean Anderson við Berklee College of Music á árunum 1980-1984.

Pétur hefur leikið með ýmsum þekktum hljómsveitum, t.d. Sinfóníuhljómsveit Íslands, Kammersveit Reykjavíkur, Íslensku hljómsveitinni, Stuðmönnum, Stórsveit RÚV, Sálarháska, SSSól, Caput og Bendu. Hann hefur einnig leikið í hljómsveitum leikhúsanna og samið tónlist fyrir þau. Hann hefur gert útvarpsþætti um tónlist fyrir Ríkisútvarp - rás 1. Pétur hefur verið framkvæmdastjóri Jazzhátíðar í Reykjavík og Íslensku Tónlistarverðlaunanna. Hann kennir slagverksleik við Tónlistarskóla FÍH.

Listasafn Sigurjóns Ólafssonar – Sumartónleikar 25. ágúst 2009.

Staðir

Berklee tónlistarháskólinn í Boston Háskólanemi 1980-1984
Tónlistarskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi -
Menntaskólinn í Reykjavík Nemandi -
Tónlistarskóli Félags íslenskra hljómlistarmanna Tónlistarnemandi -
Tónlistarskóli Félags íslenskra hljómlistarmanna Slagverkskennari -

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Caput Slagverksleikari
Carnival Trommuleikari 1977-11
Kammersveit Reykjavíkur Slagverksleikari
Sinfóníuhljómsveit Íslands Slagverksleikari

Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 19.08.2016