Jón Jónsson, príorsbróðir 1500 um-

Prestur. Varð prófastur í Múlaprófastsdæmum um siðaskiptin.

Heimild: Prestatal og prófasta eftir Svein Níelsson og dr. Hannes Þorsteinsson, bls. 282

Um Skeggjastaðakirkju: Kirkjan er líklega bændakirkja og staðurinn í bændaeign fram yfir 1500, a.m.k. að 7/8 hlutum og átti kirkjan sjálf 1/8 hluta jarðarinnar. Rétt fyrir aldamótin mun hafa dáið þar Björn prestur Jörundarson í plágunni miklu 1495 þeirri síðari. Líklegt er að hann hafi verið prestur þar. Kristín Jörundardóttir, systir hans, erfði jörðina, en hún var forrík kona. Kristín gaf Jóni nokkrum Jónssyni jörðina en mun ekki hafa rætt þá gjöf við mann sinn, svo sem skylt var. Jón þessi var á Skeggjastöðum um 1500. Hann var hinn mesti óreiðumaður og átti í einhverju frændsemis og mægðaspelli. Hann komst í miklar skuldir við Hóladómkirkju og kirkjuna, sem hann gat ekki greitt. Ekki höfðu verið greidd lögboðin gjöld af jörðinni til kirkjunnar. Varð Jón að láta jörðina upp í skuld við Hóla, en þá var þar biskup Gottskálk hinn grimmi Nikulásson. Jón fór síðan suður í Skálholt og gaf Skálholti einnig staðinn, en með því skilyrði að hann fengi að vígjast þangað og „bliva“ kennimaður með réttu. Ekki liggur fyrir hvort af því varð. Hitt liggur fyrir, að hafið var mál til að skera úr um hver ætti Skeggjastaði. Hinn 28. júní 1504 var útnefndur dómur til að skoða afl tilkalls og ákæru Stefáns biskups í Skálholti til Skeggjastaða á Ströndum. Fyrst kom fyrir dómendur vitnisburður tveggja presta um að þeir hafi verið viðstaddir fund Jóns djákna Jónssonar príorsbróður og Stefáns biskups. Þar tilkynnti Jón biskupi að hann hafði heitið og lofað guði að Skeggjastaðir skyldu vera ævinlegt beneficium og undirgefið Skálholtskirkju og heilögum Þorláki nú og að aldaöðli en hann mætti sitja staðinn og þjóna kirkjunni til dauðadags. Þetta var samþykkt af Stefáni biskupi. Næst kom fyrir dómsmenn vitnisburður skjallegra dándimanna um að Runólfur Jónsson hafi gefið Stefáni biskupi Skeggjastaði til ævinlegrar eignar og frjáls forræðis með samþykki konu sinnar Kristínar Jörundsdóttur sem hafði erft jörðina eftir skilgetinn bróður sinn. Að lokum var lagður fyrir dóminn vitnisburður skilvísra dándimanna um að Skeggjastaðir væru í eyði og að þar væri enginn ábúnaður á. Að þessu yfirveguðu voru Skeggjastaðir dæmdir í í vernd og forsjá Stefáns biskups. Nánar segir af þessu máli og aðdraganda þess í áðurnefndri bók Sigmars Torfasonar.

Langanesströnd.is


Djákni og prófastur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 16.05.2017