Ólafur Eiríksson (erill) -1748

Prestur fæddur um 1667. Lærði í Hólaskóla. Varð djákni á Þingeyrum. Fékk Hjaltastaði 1698 og 1711 varð hann aðstoðarprestur á Breiðbólstað í Vesturhópi en afsalaði sér þeim stað 16. maí 1716 og fékk Miðdalaþing sama ár en varð að fara þaðan 1619. Gegndi prestverkum í Hvammi í Hvammssveit 1719-1720, settur prestur í Sauðbæjarþingum 19. júlí 1722 bjó fyrst að Staðarhóli, síðar í Stóra-Holti, fékk Tröllatungu 1743 og hélt til æviloka. Hann var talinn allvel gefinn, mikilhæfur í ýmsu og vinsæll en hégómlegur í sumu. Talinn óstöðugur og stundum kallaður "erlill" eða Mehe sem festist við hann. Það þýddi auðvitað með eigin hendi en kanzilíið taldi þetta vera ættarnafn og skráði hann sem: Ólafur Eiríksson Mehe.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ VI bindi, bls. 139-40.

Staðir

Hjaltastaðakirkja Prestur 1698-
Snóksdalskirkja Prestur 1717-
Staðarhólskirkja Prestur 1723-
Tröllatungukirkja Prestur 1743-1748
Sauðafellskirkja Prestur 1717-

Prestur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 2.05.2018