Alfreð Alfreðsson (Alli) 23.11.1942-28.10.2020

<p>Alfreð var einn fremsti djasstrommari landsins og ásamt <a href="https://www.ismus.is/i/person/id-1006154">Pétri Östlund</a> tengiliður hins gamla og nýja í djasstrommuleiknum. Hann byrjaði ungur að tromma í Flensborg og <a href="https://www.ismus.is/i/person/id-1007371">Reynir Sigurðsson</a> minnist þess að hafa leikið þar eitt sinn á skólatónleikum og þá hafi Alfreð komið að máli við hann með sneril undir hendinni, líklega 13 ára, og benti Reynir honum á að fara og hlusta á djass í Reykjavík. Alfreð komst þá ma. í kynni við <a href="https://www.ismus.is/i/person/id-1007099">Carl Möller</a> og léku þeir mikið saman meðan báðir lifðu og frægt var samstarfið í <a href="https://www.ismus.is/i/group/id-262">Fimm í fullu fjöri</a>, líklega fyrstu rokk og unglingahljómsveit landsins. Þar var gítarleikari <a href="https://www.ismus.is/i/person/id-1007372">Örn Ármansson/a>, besti djassgítarleikari okkar ásam <a href="https://www.ismus.is/i/person/id-1006076">Jóni Páli Bjarnasyni</a>, þartil <a href="https://www.ismus.is/i/person/id-1004333">Bjössi Thor</a> og þeir strákar komu til sögunnar. Öddi og Alli voru miklir félagar alla tíð og spiluðu oft saman. Alli barðist lengi við alkóhólismann og lenti í miklum erfiðleikum, sem sköðuðu feril hans, en með hjálp vina sinna, ekki síst <a href="https://www.ismus.is/i/person/id-1004577">Árna Scheving</a>, komst hann í meðferð og skóla í Bandaríkjunum og heimkominn lék hann þó nokkuð. Nefna má sextett Árna Schevings og finnska klarinettuleikarans Pentti Lasanen, sem frumflutti m.a. djasssvítu eftir <a href="https://www.ismus.is/i/person/id-1005372">Ólaf Gauk</a> á fyrstu RúRek djasshátíðinni 1991. Það var bæði tekið upp fyrir útvarp og sjónvarp. </p> <p>Besta heimild um trommuleik Alla er að finna á minningarskífunum um <a href="https://www.ismus.is/i/person/id-1006987">Gunnar Ormslev</a>: Jazz í þrjátíu ár. Hann var einn Jazzmiðlana, er hljóðrituðu sögufræga djassupptöku fyrir Ríkisútvarpið 1976. Sú upptaka er í heild á skífunum. Þar er líka að finna kammerdjass eftir <a href="https://www.ismus.is/i/person/id-1004623">Gunnar Reyni Sveinsson</a> frá 1977 og annað verk Gunnars Reyni frá 1979 með Musica Quadro sem Reynir Sigurðsson stýrði. Útvarpsupptakan með Musica Quadro er til í heild sinni hjá Ríkisútvarpinu en á efnisskránni voru djassverk, ný af nálinni, sem ekki var alsiða þá. </p> <p>Eftir að Alli kom heim frá Bandaríkjunum trommaði hann með félögum sínum víðsvegar. Í minningunni er hann einstaklega kröftugur og smekkvís trommari og er ég kíkti á dóma sem ég skrifaði á þeim árum má ma. lesa um tónleika kvartetts Árns Schevings árið1998 ,,<a href="https://www.ismus.is/i/person/id-1006601">Gunnar Hrafnsson</a> var traustur í samspilinu við Alfreð Alfreðsson. Alfreð þarf að spila meira. Það er enginn annar íslenskur trommuleikari sem leikur sama stíl og hann. Stíl kynslóðarinnar á eftir Guðmundunum og undan þeim Ameríkulærðu. Vonandi á hann eftir að komast aftur í sitt gamla form.” Um hljómsveit Jóns Páls 1985, Steina, má lesa þetta: ,, Það er kannski ekki saga til næsta bæjar þegar færir músíkantar leika klassískt efni og spinna næsta hefðbundið. Þessa pilta má líka heyra af og til á tónleikum - alla utan einn, trommarann Alfreð Alfreðsson. Alfreð hefur lítið leikið opinberlega undanfarinn áratug og vel það, en hann var um langt skeið einn helsti djasstrommari Íslands. Þó heyra megi að Alfreð hafi ekki leikið að staðaldri er hann óhemju öruggur trommari og haggast ekki í taktinum. Hann sló mjög skemmtilegan sóló í Cecilíu Bud Powels þarsem heyra mátti þessi sérstæðu augnablik þegar sólóinn er einsog í hægagangi þótt allt sé á fullu - þetta heyrir maður líka oft hjá Östlund.” </p> <p>Alli var einstaklega hjálpsamur og reyndist félögum sínum vel er halla tók undan fæti hjá þeim. Það reyndu Öddi Ármans, Kalli Möller og Jón Páll. Hans verður alltaf minnst í djasssögu Íslands.</p> <p align="right">Vernharður Linnet. Úr minningarskrifum á Facebook 20. nóvember 2020.</p>

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Fimm í fullu fjöri Trommuleikari

Tengt efni á öðrum vefjum

Trommuleikari
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 23.02.2021