Margrét Árnadóttir 30.04.1981-

<p>Margrét Árnadóttir sellóleikari hóf nám í Nýja Tónlistarskólanum í Reykjavík, en lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 2000 undir handleiðslu Gunnars Kvaran. Hún stundaði framhaldsnám við The Juilliard School of Music í New York þar sem aðalkennarar hennar voru David Soyer og Harvey Shapiro. Þaðan lauk hún BM gráðu árið 2004 og útskrifaðist með meistaragráðu síðastliðið vor. Margrét hefur komið fram á einleiks- og kammertónleikum hér heima og erlendis. Í New York hefur hún m.a. komið fram í Alice Tully Hall - Lincoln Center, Paul Hall - Juilliard og St. Paul's Chapel. Henni var boðið í tónleikaferðir til Kína þar sem hún lék í Peking, Xiamen, Quanzhou og Fuzhou. Undanfarin ár hefur Margrét tekið þátt í fjölmörgum sumarnámskeiðum í Bandaríkjunum, þar á meðal Ravinia Festival, Piatigorsky Seminar for Cellists og Music Academy of the West. Hún hefur einnig leikið á námskeiðum fyrir Janos Starker, Franz Helmerson, Erling Blöndal Bengtsson, Steven Isserlis og Luis Claret. Árið 2001 lék Margrét kammertónlist eftir Sergei Rachmaninoff inn á geisladisk fyrir Tavros Records.</p> <p align="right">Salurinn í Kópavogi – fréttatilkynning 23. janúar 2007.</p>

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Elektra Ensemble Sellóleikari

Tengt efni á öðrum vefjum

Sellóleikari
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 12.09.2016