Eyþór Ingi Jónsson 29.11.1973-

<p>Eyþór Ingi Jónsson er fæddur og uppalinn í Dalasýslu, þar sem hann hóf tónlistarmenntun sína sex ára gamall. Hann nam síðar orgelleik hjá Fríðu Lárusdóttur við Tónlistarskólann á Akranesi. Síðan lærði hann orgelleik, kórstjórn og hliðargreinar við Tónskóla Þjóðkirkjunnar undir leiðsögn Harðar Áskelssonar, Smára Ólasonar o.fl. Eyþór lauk Kantorsprófi frá skólanum vorið 1998. Hann nam síðan Kirkjutónlist við Tónlistarháskólann í Piteå í Svíþjóð og eftir það lauk hann einnig námi í Konsertorganistadeild í sama skóla. Orgelkennari hans var prófessor Hans-Ola Ericsson og einnig hefur hann lært hjá Gary Verkade. Eyþór Ingi hefur einnig sótt námskeið hjá fjölda þekktra kennara eins og Harald Vogel, Wolfgang Zerer, JonLaukvik, Mathias Wager, Olivier Latry, David Briggs, Michael Radulescu o.fl.</p> <p>Auk þess að leggja áherslu á orgelleik í námi sínu hefur Eyþór lagt mikla áherslu á kórstjórn. Kennari hans var Erik Westberg. Eyþór hefur stjórnað fjölmörgum kórum, bæði í Svíþjóð og á Íslandi. Einnig hefur hann sungið í mörgum kórum, m.a. í Westberg Vokalensamble. Eyþór hefur kennt við tónlistarskólana á Akranesi, Dalasýslu, Akureyri og Tónskóla Þjóðkirkjunnar ásamt því að spila í kirkjum og með kórum víða um land. Hann hefur haldið fjölda orgeltónleika hérlendis, í Svíþjóð, Danmörku og í Noregi.</p> <p>Eyþór Ingi starfar nú sem organisti við Akureyrarkirkju og stjórnandi sönghópsins Hymnodia. Eyþór hefur einbeitt sér að flutningi tónlistar frá 17. öld, bæði fyrir orgel og kór.</p> <p>Eyþór Ingi Jónsson organisti var bæjarlistamaður Akureyrar 2011-2012.</p> <p align="right">Af vef Akureyrarkirkju 10. nóvember 2013.</p>

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Hymnodia Kórstjóri

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Kórstjóri og organisti
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 26.11.2015