Þorvarður Guðmundsson -1779
<p>Prestur. Stúdent frá Hólaskóla. Var veturinn 1727-28 í Bjarnarnesi og komst þá í þjónustu Jóns biskups Árnasonar sem þótti vanþekking hans svo mikil að hann vildi ekki ráða hann aðstoðarprest sr. Guðmundar Högnasonar á Hofi í Álftafirði og gerði það ekki fyrr en 4. maí 1732. Hann fékk Klyppstað 14. október sama ár og lét þar af prestskap 1775. Harboe gaf honum mjög lélegan vitnisburð.</p>
<p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ IV bindi, bls. 252. </p>
Staðir
Hofskirkja | Aukaprestur | 04.05.1732-1732 |
Klyppstaðakirkja-Loðmundarfirði | Prestur | 14.10.1732-1775 |

Aukaprestur og prestur | |
Ekki skráð | |
Ekki skráð |
Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 9.05.2018