Þorleifur Árnason 1630-05.11.1713

Lærði í Hólaskóla. Var djákni á Reynistað í 4 ár en var næst í þjónustu Brynjólfs biskups Sveinssonar frá 1655 þar til hann fékk Kálfafell í nóvember 1659. Lét af prestskap 1707 en bjó þar til æviloka. Þurfti að sverja fyrir galdra 1678 á Alþingi. Varð prófastur í Skaftafellsþingi 1697 en þótti standa sig illa í starfinu og sagði af sér 1702.

Heimild: Íslenskar æviskrár PÁÓ V bindi, bls. 172.

Staðir

Kálfafellskirkja Prestur 1659-1707

Prestur og prófastur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 22.12.2013