Magnús Guðmundsson 30.07.1896-01.08.1980

Prestur. Stúdent í Reykjavík 1916 og Cand theol. frá HÍ 13. febrúar 1920. Kennarapróf vorið 1920. Kynnti sér störf kirkjunnar í Noregi og Svíþjóð sumarið 1953. Skólastjóri Barnaskóla Ólafsvíkur 1920-23. Vígður aðstoðarprestur í Ólafsvík 23. júní 1921, Settur sóknarprestur í Nesþingi, 29. júlí 1923 og fékk það að fullu árið eftir. Skipaður prófastur í Snæfellsnessprófastsdæmi 13. ágúst 1962 frá 1. sama mánaðar. Fékk lausn frá frá prests- og prófastsstörfum 24. ágúst 1963. Var ráðinn sjúkrahúsprestur sama ár, Lausn 1971. Var með nágrannaþjónustu í Búða- og Hellasóknum 1955-56. Var og varasýslunefndarmaður, formaður og gjaldkeri Sparisjóðs Ólafsvíkur, ritari í stjórn Hallgrímsdeildar PÍ og margt fleira mætti tína til.

Heimild: Prestatal og Prófasta eftir dr. Hannes Þorsteinsson, bls. 150.

Staðir

Ólafsvíkurkirkja Prestur 1921-1963

Erindi

Heimildarmaður/flytjandi í eftirfarandi hljóðritum

8 hljóðrit
Dags Safnmark Efni Heimildarmenn #
21.12.1973 SÁM 91/2508 EF Ég enn er svo lítill mamma mín; samtal Magnús Guðmundsson 33303
21.12.1973 SÁM 91/2508 EF Passíusálmar: Frelsaður kem ég fyrir þinn dóm; samtal Magnús Guðmundsson 33304
21.12.1973 SÁM 91/2508 EF Ég vil biðja æ hvert sinn Magnús Guðmundsson 33305
21.12.1973 SÁM 91/2508 EF Jónsteinn hraðar hafi að Magnús Guðmundsson 33306
21.12.1973 SÁM 91/2508 EF Samtal Magnús Guðmundsson 33307
21.12.1973 SÁM 91/2508 EF Því ég sjálfur þann til bjó Magnús Guðmundsson 33308
21.12.1973 SÁM 91/2508 EF Rímur af Úlfari sterka: Ofan lúðir fjallið fóru; kveðið tvisvar og samtal á eftir Magnús Guðmundsson 33309
21.12.1973 SÁM 91/2508 EF Íhaldið í Ólafsvík; samtal Magnús Guðmundsson 33310

Tengt efni á öðrum vefjum

Prestur, skólastjóri og sparisjóðsstjóri

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 30.11.2018