Sigurður Thorarensen Gíslason 06.11.1789-16.10.1865

Stúdent 1811 frá Bessastaðaskóla. Vígðist 13. september 1812 aðstoðarprestur sr. Markúsar Magnússonar, að Görðum á Álftanesi. Fékk Þykkvabæ 1814 og fékk Stórólfshvolsþing 1817, Hraungerði 2. október 1839 og lét af prestskap 1860. Þótti ágengur enda vel efnum búinn en lítill kennimaður.

Heimild: Íslenskar æviskrár PÁÓ IV bindi, bls. 270-271.

Staðir

Garðakirkja Aukaprestur 13.09.1812-1814
Þykkvabæjarklausturskirkja Prestur 1814-1817
Stórólfshvolskirkja Prestur 1817-1839
Hraungerðiskirkja Prestur 02.101839-1860

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 2.02.2014