Ein­ar Svein­björns­son (Einar G. Sveinbjörnsson, Ein­ar Grét­ar Svein­björns­son) 22.12.1936-06.08.2019

For­eldr­ar Einars voru hjón­in Svein­björn Ein­ars­son (1895-1966), út­gerðarmaður frá Sand­gerði, af Járn­gerðarstaðaætt, og Guðmunda Júlía Jóns­dótt­ir (1902-1972) frá Eyr­ar­bakka, af Garðsætt.

Ein­ar lauk ein­leiks­prófi í fiðluleik frá Tón­list­ar­skól­an­um í Reykja­vík 1955 og Diploma frá The Curt­is Institu­te of Music í Fila­delfíu í Banda­ríkj­un­um 1959. Hann var fiðluleik­ari í Sin­fón­íu­hljóm­sveit Íslands 1959-64; konsert­meist­ari í Mal­mö Sym­foni­or­kester 1964-1990; konsert­meist­ari við Kungliga Hovkap­ell­et í Stokk­hólmi 1988-2000. Hann kenndi við Tón­list­ar­skól­ann í Reykja­vík 1961-64, var lektor við Musik­högskol­an í Stokk­hólmi í Mal­mö 1964-1992 og kenn­ari og próf­dóm­ari við Musik­högskol­an í Stokk­hólmi og Musikaliska Aka­demien frá 1988. Hann hlaut heiðurs­laun Sænsku tón­list­araka­demí­unn­ar. Ein­ar kom fram sem ein­leik­ari á Norður­lönd­un­um, Englandi, Írlandi, Þýskalandi og Kan­ada. Þá lék hann inn á fjöld­ann all­an af hljóm­plöt­um og geisladisk­um.

Ein­ar kvænt­ist Hjör­dísi Vil­hjálms­dótt­ur (1936-1985) íþrótta­kenn­ara. Börn þeirra: Auður, f. 1958, Mar­grét, f. 1959, Svein­björn, f. 1961, og Jón Ingi, f. 1969.

Ein­ar kvænt­ist Manú­elu Wiesler (1955-2006) flautu­leik­ara en þau skildu. Börn þeirra: María Lind, f. 1986, og Dav­id Berg, f. 1987.

Ein­ar bjó um hríð með Ingrid Léonie Ribb­ing sjúkraþjálf­ara, f. 1947 í Stokk­hólmi. Síðasta ára­tug­ æfinnar bjó Ein­ar í Trell­e­borg, eigi langt frá börn­um sín­um.

Úr andlátstylkinningu í Morgunblaðinu 14. ágúst 2019, bls. 8

Staðir

Tónlistarskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi -1955
-
Tónlistarskólinn í Reykjavík Fiðlukennari 1961-1964

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Sinfóníuhljómsveit Íslands Fiðluleikari 1959 1964

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Fiðlukennari, fiðluleikari og tónlistarnemandi

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 6.09.2019