Jón Matthíasson 05.05.1786-11.11.1859

<p>Prestur. Stúdent frá Bessastaðaskóla 1807 með tæpum vitnisburði. Vígðist aðstoðarprestur að Vatnsfirði 16. júlí 1809 og gegndi því til fardaga 1811. Fékk Stað í Aðalvík 17. mars 1812 og Eyri í Skutulsfirði 29. maí 1817. Svo fékk hann Arnarbæli 5. apríl 1821, fékk lausn 1857 og fluttist að Hjarðarholti hvar hann andaðist. Hann var fjörmaður og dugnaðarmaður en drykkfelldur og nokkuð stórbrotinn.</p> <p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ III bindi, bls. 227.</p>

Staðir

Vatnsfjarðarkirkja Aukaprestur 16.07.1809-1811
Staðarkirkja í Aðalvík Prestur 17.03.1812-1817
Eyrarkirkja Prestur 29.05.1817-1821
Arnarbæliskirkja Prestur 06.04.1821-1857

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 18.08.2015