Stefán Eggertsson (S. Bertel Jóhannes E.) 16.09.1919-10.08.1978

Prestur. Stúdent frá MA 16. júní 1940. Cand. theol. frá HÍ 1944 með 2. einkunn betri. Lagði stund á helgisiðafræði og kennimannslega guðfræði við Kings College. Kynnti sér og ýmislegt í Cambridge, Kaupmannahöfn og Uppsölum. Kynnti sér kirkjulega aðstoð í USA. Veitt Staðarhraunsprestakall í Snæfellsnessýslu 18. júní 1944. Fékk Sandaprestakall í Dýrafirði 5. júní 1950. Settur prófastur í Vestur- Ísafjarðardæmi 31. mars 1966 og hafði þá fengið setningu fyrir því starfi. Sinnti aukaþjónustu víða sem vani var á þessum árum.

Heimild: Guðfræðingatal Björns Magnússonar 1847 – 1975 bls. 387-88

Staðir

Staðarhraunskirkja Prestur 18.06. 1944-1950
Sandakirkja Prestur 05.06. 1950-1978

Prestur og prófastur

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 3.01.2019