Gunnar Pálsson 1667-1707

Prestur fæddur um 1667. Var kvaddur til að vera prestur í Reykholti 10. september 1692. Áður var hann aðstoðarprestur föður síns á Gilsbakka, líklega 1690. Hann fékk Stafholt 1696. Var illa kynntur, lá oft undir kærum enda drykkfelldur. Hætti prestskap 1707 og fluttist að Neðra-Nesi og andaðist þar seinna sama ár.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ II bindi, bls. 205.

Staðir

Gilsbakkakirkja Aukaprestur 1690-1692
Reykholtskirkja-gamla Prestur 10.09.1692-1696
Stafholtskirkja Prestur 1696-1707

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 28.08.2014