Jón Möller (Jón Friðrik Möller) 29.12.1939-18.06.2019

Foreldrar Jóns voru Tage Möller, kaupmaður og tónlistarmaður, og Margrét Jónsdóttir Möller húsmóðir. Bróðir Jóns var Carl Möller píanisti, sem lést árið 2017 og hálfbróðir hans Birgir Möller, hagfræðingur og forsetaritari, en hann lést árið 2012.

„... Hann lék með fjölda hljómsveita undir eigin nafni og annarra, svo var hann klassa dinnerpíanisti. Hann var m.a. píanistinn í verki Gunthers Schullers fyrir djass- og strengjakvartett, sem flutt var á vegum Musica Nova 1964. Ég man eftir honum á djammsessjón í Þórscafé. Ég sat við hliðina á Henna Rassmuss, píanista og lagahöfundi, og var þetta í eina skipti sem ég hitti hann. Vorum við sammála um hversu glæsilega Jón hefði spunnið bíboppið þetta kvöld.“

Vernharður Linnet. Minningarrein í Morgunblaðinu 26. júní 2019, bls. 20

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Eyþórs Combo Píanóleikari 1965-01 1965-06
Hljómsveit Hauks Morthens Píanóleikari 1962-01-01 1963
Hljómsveit Hauks Morthens Organisti og Píanóleikari 1972 1973-03/05

Organisti og píanóleikari

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 26.06.2019