Rebekka Bryndís Björnsdóttir 19.09.1985-

<p>Rebekka Bryndís hóf ung tónlistarnám í forskóla Tónlistarskólans í Keflavík og stundaði síðan píanónám og sellónám við sama skóla. Rebekka hélt áfram sellónámi í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar við stofnun hans haustið 1999, en hóf þá jafnframt nám á fagott. Ári síðar hætti hún formlegu námi á sellóið en sneri sér að rafbassa sem aukahljóðfæri, en nám á bassann hefur hún stundað meðfram fagottnáminu alla tíð síðan. Rebekka hélt þó áfram að leika á selló og lék með strengjasveit skólans í nokkur ár.</p> <p>Rebekka hefur í gegn um tíðina leikið með ýmsum hljómsveitum og hópum innan Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, m.a. með lúðrasveit og léttsveit skólans á fagott og rafbassa og tekið þátt í fjölda tónleika og tónleikaferða með þeim, leikið með djass- og rokksamspilum, með tónsmíða- og tónversnemendum og á selló með strengjasveit skólans eins og fyrr segir.</p> <p>Fljótlega eftir að Rebekka hóf nám á fagott, varð hún virkur þátttakandi í tónlistarlífinu og á námstímanum hefur hún komið fram á fjölda tónleika, meðal annars með Sinfóníuhljómsveit tónlistarskólanna, Sinfóníuhljómsveit áhugamanna, Sinfóníuhljómsveit unga fólksins, Blásarasveit Reykjavíkur, Hljómsveit Tónlistarskólans í Reykjavík, innan Listaháskóla Íslands og verið fagottleikari í hljómsveit Óperustúdíós Íslensku óperunnar. Sumarið 2005 fór hún í tónleikaferðalag með New England Youth Ensemble til Bandaríkjanna, Englands og Afríku.</p> <p>Rebekka var fyrsti nemandinn á Íslandi sem tók miðpróf á fagott og sömuleiðis er hún fyrst til að taka framhaldspróf á það hljóðfæri.</p> <p align="right">Úr fréttatilkynningu í Morgunblaðinu 8. maí 2007 þar sem framhaldsprófstónleikar Rebekku eru auglýstir.</p>

Staðir

Tónlistarskóli Reykjanesbæjar Tónlistarnemandi -

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Hjaltalín Fagottleikari

Tengt efni á öðrum vefjum

Bassaleikari , fagottleikari , sellóleikari og tónlistarnemandi
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 25.09.2015