Anna Málfríður Sigurðardóttir 17.11.1948-

<p>Anna Málfríður Sigurðardóttir er Ísfirðingur að uppruna og hóf tónlistarnám við Tónlistarskóla Ísafjarðar, þar sem Ragnar H. Ragnar var aðal píanókennari hennar. Framhaldsnám stundaði hún við Guildhall School of Music and Drama í London og útskrifaðist þaðan sem einleikari og kennari árið 1971. Hún stundaði síðan áframhaldandi nám hjá prófessor Brigitte Wild til ársins 1974, en prófessor Wild var fyrrum nemandi hins heimskunna píanóleikara Claudio Arrau.</p> <p>Frá 1974 hefur Anna starfað sem píanókennari og píanóleikari, bæði á Íslandi og erlendis, nú síðast sem kennari og meðleikari við Tónskóla Sigursveins og Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Hún hefur einnig verið leiðbeinandi á námskeiðum í píanóleik.</p> <p>Anna Málfríður hefur haldið tónleika víðsvegar, bæði hér heima og erlendis og komið fram sem einleikari, m.a. með Sinfóníuhljómsveit Íslands og Sinfóníuhljómsveitinni í Trier en einnig verið virk í kammermúsík og meðleik.</p> <p align="right">Listasafn Sigurjóns Ólafssonar – Sumartónleikar 7. ágúst 2012.</p> <p>Sjá einnig Kennaratal á Íslandi, III. bindi bls. 41.</p>

Staðir

Tónlistarskóli Ísafjarðar Píanókennari 1965-1967
Richmond School of Music Píanókennari 1972-1974
Tónlistarskóli Ísafjarðar Tónlistarnemandi 1954-1966
Guildhall School of Music and Drama Háskólanemi 1967-1971
Tónlistarskólinn á Akureyri Píanókennari 1974-1979
Tónlistarskóli Kópavogs Píanókennari 1979-1987
Tónskóli Sigursveins Píanókennari 1992-

Skjöl


Háskólanemi , píanókennari , píanóleikari , tónlistarmaður og tónlistarnemandi

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 1.06.2015