Haukur Tómasson 09.01.1960-

<p>Haukur Tómasson lauk meistaraprófi frá Kaliforníuháskóla í San Diego 1990 og hefur síðan unnið að tónsmíðum og kennslu. Meðal helstu verka hans eru hljómsveitarverkin Strati og Storka og einleikskonsertar fyrir flautu og fiðlu. Haukur hefur hlotið ýmsar viðurkenningar, svo sem tvívegis verðlaun í tónverkasamkeppni RÚV, annars vegar fyrir hljómsveitarverkið Strati, og hins vegar fyrir Sögu fyrir kammersveit. Þá hlaut hann Bjartsýnisverðlaun Bröste 1996 og Menningarverðlaun DV fyrir tónlist 1998. Tríó fyrir fiðlu, selló og píanó er samið árið 1997 að beiðni Trio Nordica.</p> <p align="right">Sumartónleikar í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar – tónleikaskrá 3. september 2002.</p>

Tengt efni á öðrum vefjum

Tónskáld
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 12.11.2013