Þórhallur Bjarnason 02.12.1855-15.12.1916

Prestur og síðar biskup, sonur Björns Halldórssonar í Laufási. Stúdent frá Reykjavíkurskóla 1877 með 1. einkunn. Tók próf frá Hafnarháskóla í heimspeki, guðfræði, kirkjufeðrasögu og latínu á árunum 1878-1883. Fékk Reykholt 18. mars 1884 og skipaður prófastur Borgfirðinga sama ár. Fékk Akureyri 19. mars 1885 en var settur fyrri kennari í Prestaskólanum 28. ágúst sama ár og flutti til Reykjavíkur. Gegndi störfum dómkirkjuprests frá í maí 1889 til júnímánaðar 1890. Lektor við Prestaskólann 10. janúar 1894. Varð biskup 19. september 1908 og hélt til æviloka. Dannebrogsmaður og prófessor að nafnbót 1907. Mikilvirkur í ritstörfum.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ V bindi, bls. 140-41.

Staðir

Reykholtskirkja-nýja Prestur 18.03. 181884-1885
Akureyrarkirkja Prestur 19.03. 1885-01.10. 1885
Dómkirkjan Prestur 31.10. 1889-1890

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 11.01.2019