Herdís Matthíasdóttir 27.03.1886-19.11.1918

Var á Akureyri, Eyjafirði 1901. „Ágætis kona, gáfuð vel og vel að sér og sérstaklega söngfær“, segir Einar prófastur. Menntuð erlendis í söng og hljóðfæraslætti. Lést úr Spönsku veikinni.

Íslendingabók 16. júlí 2013.

Þá er að nefna Herdísi Matthíasdóttur, alsystur Elínar Matthíasdóttur Laxdal. Herdís var fædd 1886. Einnig hún var mikils metin söngkona, kom stundum fram sem einsöngvari á tónleikum sem aðrir gengust fyrir og fyrri hluta árs 1911 hélt hún sjálf tvenna tónleika þar sem einsöngur hennar var aðalatriði efnisskrár. Herdís giftist 1914 Vigfúsi Einarssyni sem þá var bæjarfógetafulltrúi í Reykjavík en síðar skrifstofustjóri í stjórnarráðinu. Hún lést úr spönsku veikinni 1918 eins og Elín systir hennar og var að þeim báðum mikill mannskaði, eins og mörgum öðrum sem þessi hryllilega farsótt svipti lífínu á besta aldri. Vigfús Einarsson kvæntist síðar annarri konu sem einnig kom við sögu í tónlistarlífi Reykjavíkur. Það var Guðrún fædd 1901, Sveinsdóttir Hallgrímssonar verslunarmanns á Akureyri og Mattheu Matthíasdóttur Jochumssonar. Var hún systurdóttir Herdísar. Sonur þeirra Guðrúnar var Einar Vigfússon sellóleikari, f. 1927.

Íslenzkar konur í tónlist. Jón Þórarinsson. Lesbók Morgunblaðsins 24. desember 1986, bls. 4.


Tengt efni á öðrum vefjum

Söngkona og tónlistarmaður

Hugi Þórðarson uppfærði 12.12.2014