Björn Thorlacius Jónsson 1680-07.1746

Prestur fæddur um 1680. Stúdent frá Skálholtsskóla 1698 eða 1699. Sigldi til Hafnar og lauk embættisprófi í guðfræði. Vígðist 11. nóvember 1714 aðstoðarprestur að Breiðabólstað í Fljótshlíð og þjónaði þar tvö ár. Fékk Garða á Álftanesi 17. maí 1720 og varð prófastur í Kjalarnesþingi 1738 og hélt báðum embættunum til dauðadags 1746. Björn fékk miður góða umsögn hjá Harboe en fékkst við lækningar og gullsmíði.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ I bindi, bls. 251.

Staðir

Breiðabólstaðarkirkja Rangárvöllum Aukaprestur 11.11.1714-1719
Garðakirkja Prestur 17.05.1720-1746

Aukaprestur, prestur og prófastur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 10.06.2014