Sigurður Stefánsson 27.03.1744-24.05.1798

Prestur. Stúdent frá Hólaskóla 1765. Fékk Möðruvallaklaustursprestakall 4. september 1773 og Helgafell 15. mars 1781. Hann var skipaður prófastur í Snæfellsnes­sýslu 1782, sigldi til Kaupmannahafnar haustið 1788 og var kallaður til biskups á Hólum 24. mars 1789, en vígður biskupsvígslu af Balle Sjálandsbiskupi 10. maí s.á. og kom samsumars út til stólsins. Hann andaðist á Hól­um 24. maí 1798, og hefur þar ekki verið, biskupssetur síðan, því að með konungsbréfi 2. október 1801 var Hólastóll lagður niður og Geir Vídalín skipaður biskup yfir öllu Íslandi.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ IV bindi, bls. 268-69.

Staðir

Möðruvallakirkja í Hörgárdal Prestur 04.09. 1733-1781
Helgafellskirkja Prestur 15.03. 1781-1789

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 18.04.2017