Jónas Sigurðsson -

Jónas vakti fyrst athygli í tónlistarheiminum með hljómsveitinni Sólstrandargæjunum. Sveitin naut gríðarlegra vinsælda á sínum tíma, ekki síst fyrir lagið Rangur maður sem enn er spilað í öðru hverju gítarpartýi á Íslandi. Nokkru eftir að Sólstrandargæjarnir hættu starfsemi flutti Jónas til Danmerkur og kom lítið nálægt tónlist í nokkur ár.

Endurkoma Jónasar kom árið 2007 þegar hann sendi frá sér plötuna Þar sem malbikið svífur mun ég dansa. Kom platan tónlistarspekingum þægilega á óvart og var af mörgum talin ein besta íslenska plata þess árs. Önnur breiðskífa Jónasar kom út árið 2010 og heitir Allt er eitthvað en hana vann Jónas í samstarfi við hljómsveit sína, Ritvélar framtíðarinnar. Plötunni var ekki síður vel tekið en þeirri fyrstu og lög eins og Hamingjan er hér og titillagið Allt er eitthvað nutu mikilla vinsælda á öldum ljósvakans.

Jónas sendi frá sér plötuna Þar sem himin ber við haf í október 2012 en um er að ræða nýtt efni og þematengda upplifun Jónasar þar sem hafið spilar stórt hlutverk en platan er unnin í samstarfi við Lúðrasveit Þorlákshafnar.

Tónlist.is (6. mars 2014).


Tengt efni á öðrum vefjum

Lagahöfundur og tónlistarmaður
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 6.03.2014