Bragi Hlíðberg (Jón Bragi Hlíðberg Jónsson) 26.11.1923-14.05.2019

<p>Bragi byrjaði að læra á harmonikku tíu ára, kom fyrst fram opinberlega tólf ára og hélt sína eigin tónleika aðeins fimmtán ára, árið 1938. Eftir það lék hann um áratugaskeið opinberlega á skemmtunum, tónleikum og í útvarpi. Bragi fór til Bandaríkjanna í harmonikkunám árið 1947 og var meðal kennara við Hljómlistarskóla FÍH þegar hann var stofnaður árið 1955. Bragi gerði hlé á opinberri spilamennsku þegar vinsældir harmonikkunnar minnkuðu upp úr miðri öld en sneri aftur tveimur áratugum síðar. Bragi kom síðast fram opinberlega þegar hann var 93 ára að aldri.</p> <p>Bragi gaf út fjórar plötur á ferlinum undir eigin nafni og lék með fjölda tónlistarmanna, svo sem Hauki Morthens, Alfreð Clausen og Ingibjörgu Þorbergs. Hann spilaði í eigin hljómsveit og í öðrum hljómsveitum.</p> <p>Meðal viðurkenninga sem Bragi hlaut á ferlinum má nefna að hann var gerður að heiðursfélaga í Félagi harmonikuunnenda í Reykjavík, Harmonikuunnendum Húnavatnssýslna og Sambandi íslenskra harmonikuunnenda. Harmoníkan, blað Félags harmonikuunnenda valdi hann harmonikkuleikara aldarinnar.</p> <p align="right">Úr andlátstilkynningu á vef RÚV 15. maí 2019</p>

Tengt efni á öðrum vefjum

Harmonikuleikari

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 15.05.2019