Bragi Hlíðberg (Jón Bragi Hlíðberg Jónsson) 26.11.1923-14.05.2019

Bragi byrjaði að læra á harmonikku tíu ára, kom fyrst fram opinberlega tólf ára og hélt sína eigin tónleika aðeins fimmtán ára, árið 1938. Eftir það lék hann um áratugaskeið opinberlega á skemmtunum, tónleikum og í útvarpi. Bragi fór til Bandaríkjanna í harmonikkunám árið 1947 og var meðal kennara við Hljómlistarskóla FÍH þegar hann var stofnaður árið 1955. Bragi gerði hlé á opinberri spilamennsku þegar vinsældir harmonikkunnar minnkuðu upp úr miðri öld en sneri aftur tveimur áratugum síðar. Bragi kom síðast fram opinberlega þegar hann var 93 ára að aldri.

Bragi gaf út fjórar plötur á ferlinum undir eigin nafni og lék með fjölda tónlistarmanna, svo sem Hauki Morthens, Alfreð Clausen og Ingibjörgu Þorbergs. Hann spilaði í eigin hljómsveit og í öðrum hljómsveitum.

Meðal viðurkenninga sem Bragi hlaut á ferlinum má nefna að hann var gerður að heiðursfélaga í Félagi harmonikuunnenda í Reykjavík, Harmonikuunnendum Húnavatnssýslna og Sambandi íslenskra harmonikuunnenda. Harmoníkan, blað Félags harmonikuunnenda valdi hann harmonikkuleikara aldarinnar.

Úr andlátstilkynningu á vef RÚV 15. maí 2019


Tengt efni á öðrum vefjum

Harmonikuleikari

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 15.05.2019