Ásgeir Trausti Einarsson 01.07.1992-

Ásgeir Trausti kom fyrst fram á sjónarsviðið í sjónvarpsþættinum Hljómskálanum í vorið 2012. Þar söng hann lagið Sumargestur sem fangaði vorstemninguna og um leið huga þjóðarinnar. Ásgeir Trausti fylgdi vinsældum þess lags eftir með smáskífunni Leyndarmál sem náði gífurlegri hylli og kom honum endanlega á kortið sem einum efnilegasta tónlistarmanni landsins.

Ásgeir Trausti lærði klassískan gítarleik og tónlistin hefur lengi spilað stórt hlutverk í hans lífi. Hann er meðlimur í hljómsveitinni The Lovely Lion sem sló í gegn í Músíktilraunum 2012. Það var þó ekki fyrr en hann bankaði uppá hjá Guðmundi Kristni Jónssyni (Kidda Hjálmi), upptökustjóra í Hljóðrita, að hjólin fóru virkilega að snúast. Hljóðprufur sem hann hafði í sínum fórum lofuðu svo góðu að ráðist var í upptökur undir eins. Sú vinna hefur nú skilað sér í fyrstu breiðskífu Ásgeirs Trausta, Dýrð í dauðaþögn. Platan inniheldur 10 lög, þar á meðal Sumargest og Leyndarmál. Tónlistinni má lýsa sem töfrandi blöndu af þjóðlagapoppi og raftónlist þar sem fallegar laglínur, gítarplokk og há og falleg rödd Ásgeirs gegna lykilhlutverki.

Tónlist.is (desember 2013).


Tengt efni á öðrum vefjum

Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 10.12.2013