Guja Sandholt -

Guja Sandholt söngkona og jógakennari býr og starfar í Amsterdam í Hollandi. Síðastliðin ár hefur hún komið víða fram sem einsöngvari í Hollandi og víðar í verkum á borð við Mattheusarpassíuna og Kaffikantötuna eftir Bach, Messías e. Händel, Messu í C-dúr eftir Beethoven, Requiem eftir Mozart og Duruflé, Stabat Mater eftir Dvorak og Abos og Les Noces eftir Stravinsky.

Guja sækir reglulega einkatíma hjá Charlotte Margiono og Jóni Þorsteinssyni en hún lauk einnig námi frá Guildhall School of Music and Drama 2007, Mozarteum tónlistarháskólanum í Salzburg árið 2010 og Konservatoríinu í Utrecht 2013. Meðan á námi stóð stundaði hún einnig jógakennaranám hjá Triyoga jógastúdíóinu í London og skrifaði mastersritgerð um hvernig jóga gæti komið tónlistarfólki að gagni. Hún hefur kennt jóga við alþjóðlegu sumarakademíuna við Mozarteum í Salzburg og Við Djúpið á Ísafirði sem og að kenna tónlistarnemum í Hollandi.

Af vef Tónlistarhátíðar unga fólksins (15. september 2014).


Tengt efni á öðrum vefjum

Jógakennari og söngkona
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 15.09.2014