Guja Sandholt 06.04.1981-

<p>Guja Sandholt söngkona og jógakennari býr og starfar í Amsterdam í Hollandi. Síðastliðin ár hefur hún komið víða fram sem einsöngvari í Hollandi og víðar í verkum á borð við Mattheusarpassíuna og Kaffikantötuna eftir Bach, Messías e. Händel, Messu í C-dúr eftir Beethoven, Requiem eftir Mozart og Duruflé, Stabat Mater eftir Dvorak og Abos og Les Noces eftir Stravinsky.</p> <p>Guja sækir reglulega einkatíma hjá Charlotte Margiono og Jóni Þorsteinssyni en hún lauk einnig námi frá Guildhall School of Music and Drama 2007, Mozarteum tónlistarháskólanum í Salzburg árið 2010 og Konservatoríinu í Utrecht 2013. Meðan á námi stóð stundaði hún einnig jógakennaranám hjá Triyoga jógastúdíóinu í London og skrifaði mastersritgerð um hvernig jóga gæti komið tónlistarfólki að gagni. Hún hefur kennt jóga við alþjóðlegu sumarakademíuna við Mozarteum í Salzburg og Við Djúpið á Ísafirði sem og að kenna tónlistarnemum í Hollandi.</p> <p align="right">Af vef Tónlistarhátíðar unga fólksins (15. september 2014).</p>

Tengt efni á öðrum vefjum

Jógakennari og söngkona
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 6.04.2021