Þorleifur Skaftason 09.043.1683-16.02.1748

<p>Prestur. Stúdent frá Hólaskóla 1703. Skráður í Hafnarháskóla 1704. Varð attestatus 1705. Kom til landsins sama ár. Vígðist kirkjuprestur á Hólum 1707 og varð um leið prófastur í Húnavatnsþingi, gegndi og rektorsstörfum 1707-08 og varð officialis eftir lát Björns biskups Þorleifssonar sem lést 1710. Fékk Múla 1724 og hélt til æviloka. Var prófastur í Þingeyjarþingi 1734 til æviloka. Varð enn officialis í veikindum Steins biskups Jónssonar og eftir andlát hans. og eftir brottför Harboes 1745. Gáfumaður mikill og vel að sér. Afarmenni að burðum. Drukknaði í kíl sem rennur úr Hrauntjörn. Var ofdrykkjumaður sem e.t.v. kom í veg fyrir að hann yrði biskup.</p> <p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ V bindi, bls. 186-87. </p>

Staðir

Hóladómkirkja Prestur 1707-1724
Múlakirkja í Aðaldal Prestur 1724-1748

Prestur , prófastur og rektor
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 9.10.2017