Anna Sigríður Pjetursson (Anna Sigríður Thorarensen Vigfúsdóttir) 06.03.1845-06.06.1921

<p>...Anna Pjeturss segir mér, að amma sín hafi verið dóttir Vigfúsar Thorarensens, sem fyrst var klausturhaldari í Skaftafellssýslu og síðar sýslumaður í Strandasýslu, og konu hans frú Ragnheiðar Melsted, dóttur Páls Melsteds amtmanns og Önnu Sigríðar Thorarensen. Þau hjón eignuðust 14 börn, en dóttir þeirra Anna fæddist 1845. Þegar hún var 4ra ára fluttust foreldrar hennar norður, en þá fluttist hún suður til Reykjavíkur til Sigurðar Melsteds, lektors Prestaskólans, móðurbróður síns, og konu hans frú Ástríðar, dóttur Helga biskups Thordersens. Hjá þeim ólst frú Anna upp sem dóttir á heimilinu. Frú Ástríður var hin mesta gáfu- og menntakona, sem unni tónlist og lék sjálf mjög vel á píanó. Hún mun á þeim tíma hafa verið önnur tveggja kvenna hérlendis, sem kenndi á pdanó, þótt hún gerði það aldrei að aðalatvinnu sinni eins og fósturdóttir hennar Anna. Hin var Olufa Finsen, landshöfðingjafrú, sem frú Anna lærði og hjá um tíma.</p> <p>Hjá frú Ástníði lærði frú Anna bæði músík og annað, sem til gagns kemur í lífinu, en á þeim tímum var mjög óalgengt, að konur hlytu einhverja menntun, sem bragð var að. Hjá frú Ástríði lærði hún bæði ensku, frönsku og þýzku, en einkum var það músíkin, sem tók hug hennar allan ag brátt kom í ljós, að frú Anna hafði sérstaka löngun til þess að kenna. Fimmtán ára gömul fékk hún fyrstu nemendurna, og kom þá á daginn, að hún hafði sérstaka þolinmæði og kennarahæfileika til að bera. Hún kenndi fyrst heima hjá fóstru sinni, en gerði þó kennsluna ekki að aðalstarfi, fyrr en hún giftist 1870, Pjetri Pjeturssyni, fyrst lögregluþjóni og síðar bæjargjaldkera, Þau eignuðust sex börn og komust fijögur til manns, Helgi dr. í jarðfræði, Ástiríður (Ásta) giftist hæstaréttardómara, fríherra von Jaden, austurrískum aðalsmanni, miklum Íslandsvini, sem í nóvember síðastliðnum hefði orðið 100 ára, Sigurður fluttist til Kanada og Kristín, sem giftist til ÞýzkaLands og lézt þar.</p> <p>Reykjavík kallaði frú Önnu Pjetursson aldrei annað en frú Petersen að venju þeirra tíma, þegar fínt þótti að danska öll nöfn, en frú Anna skrifaði sig aldrei samkvæmt hinum danska sið, og Anna Pjeturss segir:</p> <p>– Oft var ég send í sendiferðir fyrir ömmu mína. Man ég, að hún tók mér vara við að segja, að ég kæmi frá frú Petersen. Hún hét frú Pjetursson, nafnið var íslenzkt og hún kunni því ekki, að það yrði danskað.</p> <p>Eins og áður er getið hóf frú Anna kennslu árið 1870 og kenndi hún um mörg ár bæði börnum og fullorðnum, konum og körlum. Þörfin fyrir að kunna að leika á píanó var mikil og til þessa hafði allur almenningur ekki haft tækifæri til þess að læra. Það má dást að elju og þoli hennar, sem hún hefur haft í ríkum mæli að endast til þess að kenna allan liðlangan daginn ýmist heima eða eð heiman og hafa þó börnum og stóru heimili að sinna. Á því má sjá að öllum konum hefur ekki verið ókleift að stunda aðra vinnu en heimilisstörf, enda mun ekki verða sagt, að henni hafi ekki farizt það vel sem annað, er hún tók sér fyrir hendur.</p> <p>Árið 1884 fór frú Anna Pjetursson utan tíl náms í Kaupmánnahöfn og þar tók hún „teoretiskt“ kennarapróf í tónlist, til þess að fullnuma sig og gera sig hæfari til kennslunnar. Aftur fór hún utan 1892 og kynnti sér breyttar aðstæður við kennslu. Í Kaupmannahöfn var henni boðiö kennarastarf og 2 krónur fyrir kennslustundina, en hún neitaði, sagðist vilja heim til Íslands og þar kenndi hún til dauðadags fyrir 50 aura um klukkustundina. Hún sagði að Íslendingar hefðu ekki ráð á því að greiða hærri uppbæð fyrir kennsluna og hét því að taka aldrei hæri upphæð, og við það stóð hiún. Hún vildi efla tónlistarmennt Íslendinga. Þegar hún lézt kostaði kennslustundin enn 50 aura hjá henni þrátt fyrir, að verðlag allt hefði margfaldazt og verðbólga styrjaldarinnar 1914 hafði rýrt gildi peninganna. Verðbólgan breytti ekki afstöðu hennar...</p> <p align="right">Úr viðtali við Önnu Pjeturss í Lesbók Morgunblaðsins. 24. desember 1966, bls. 36.</p>

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 1.07.2015