Þorkell Ólafsson 01.08.1738-29.09.1820

Prestur. Stúdent 1757 frá Skálholtsskóla. Varð djákni að Þykkvabæ 1757 en hélst ekki við þar vegna Kötlugossins sem var nýafstaðið. Fór utan og tók guðfræðipróf 1764 með 3. einkunn. Kom heim sama ár og fékk Hvalsnesþing 9. september 1766, varð kirkjuprestur að Hólum 20. desember 1769, fékk lausn frá prestskap 1817. Varð prófastur í Hegranesþingi 1785-1803, officialis 1787 og gegndi biskupsembættinu í tvö ár og aftuir 1798-1801 er Hólabiskupsdæmi var lagt niður. Söngmaður var hann frábær og valmenni en átti heldur erfiðan fjárhag.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ V bindi, bls. 151.

Staðir

Hvalsneskirkja Prestur 1766-1769
Hóladómkirkja Prestur 1770-1816

Erindi


Hugi Þórðarson uppfærði 12.12.2014