Gísli Ólafsson 17.02.1777-31.03.1861

<p>Prestur. Stúdent frá Hólaskóla 1780. Vígðist 2. maí 1802 aðstoðarprestur fóstra sins á Stað. Beitti sér mjög fyrir garðrækt þar. Þar dvaldi hann til 1814 og varð aðstoðarprestur á Helgafelli&nbsp;en þeir Sæmundur áttu ekki lund saman.&nbsp;&nbsp;Fékk því Sauðlauksdal 6. apríl 1820 og lét þar af störfum 1852 en sinnti þó prestverkum þar í veikindaforföllum 1855-60. Var vel fjáður, vel gefinn, lipur kennimaður, hagmæltur, hraustur að afli, drykkfelldur mjög, enginn stillingarmaður og því ekki alls kostar þokkasæll.</p> <p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ II bindi, bls. 73-74.</p>

Staðir

Staðarkirkja á Reykjanesi Aukaprestur 02.05.1802-1814
Helgafellskirkja Aukaprestur 1815-1819
Sauðlauksdalskirkja Prestur 06.04.1820-1852

Aukaprestur og prestur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 22.06.2015