Hanna Dóra Sturludóttir 30.05.1968-

<p>Hanna Dóra stundaði söngnám hjá Kristni Sigmundssyni og Snæbjörgu Snæbjarnardóttur við Söngskólann í Reykjavík áður en hún hélt til framhaldsnáms við Listaháskólann í Berlín. Kennarar hennar þar voru m.a. Dietrich Fischer-Dieskau og Aribert Reimann og útskrifaðist hún með viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur. Stuttu síðar fékk hún tilnefningu sem efnilegasta söngkona Þýskalands.</p> <p>Hanna Dóra hefur sungið við mörg helstu óperuhús Þýskalands, meðal annars í Bonn, Weimar, Gelsenkirchen, Kassel og Berlín. Á meðal þeirra um það bil 40 hlutverka sem hún hefur túlkað á ferlinum eru...</p> <p align="right">Af vef Íslensku óperunnar (16. mars 2016)</p>

Staðir

Söngskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi -
Tónlistarháskólinn í Berlín Háskólanemi -1998
Söngskóli Sigurðar Demetz Söngkennari -

Tengt efni á öðrum vefjum

Háskólanemi , söngkennari , söngkona og tónlistarnemandi
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 16.03.2016