Júlía Traustadóttir 18.07.1985-

Júlía Traustadóttir hóf nám í fiðluleik fimm ára gömul við Suzuki tónlistarskólann í Reykjavík hjá Lilju Hjaltadóttur. Tólf ára fór hún í Tónlistarskólann í Reykjavík þar sem hún lauk síðar sjöunda stigi í fiðluleik. Hún stundaði söngnám í sama skóla frá árinu 2004, fyrst hjá Elísabetu Erlingsdóttur og síðar hjá Hlín Pétursdóttur. Í lok árs 2006 hlaut Júlía inngöngu í Royal College of Music í Lundúnum, þar sem hún hóf söngnám haustið 2007 undir handleiðslu Jennifer Smith. Þaðan útskrifaðist hún með BMus (hons.) í sönglist sumarið 2011.

Á námsárunum í London sótti Júlía opnar kennslustundir hjá Patricia Rozario, Roger Vignoles, Stephen Varcoe og Sally Burgess. Hún tók þátt í margvíslegum tónleikum og verkefnum innan og utan skólans. Einnig kom hún fram sem einsöngvari í Cambridge, Bath og í útvarpsþætti á BBC, Radio 3.

Listasafn Sigurjóns Ólafssonar – Sumartónleikar 31. júlí 2012.


Tengt efni á öðrum vefjum

Fiðluleikari, söngkona og tónlistarmaður
Ekki skráð
Ekki skráð

Rósa Þorsteinsdóttir uppfærði 18.07.2015