Snorri Jónsson 1685-29.01.1756

<p>Árið 1717 veitti Oddur lögmaður Sig­urðsson honum Breiðabólsstað í Fljótshlíð, en sú veiting kom að engu haldi og fékk hann því næst konungsbréf fyrir Helgafelli 2. júlí s á. en afsalaði sér því, þar eð hann um sama leyti missti rétt til prestsskapar. Fékk uppreisn 19. maí 1719 og Helgafell aftur, fór svo suður í Skálholt og var prestvígður þar um haustið, en fór síðan norður aftur og þjónaði skólameistaraembættinu á Hólum næsta vetur (1719-20), flutti vestur til brauðs­ins vorið 1720, var s.á. skipaður prófastur í Snæfellsnessýslu og þjónaði því embætti til 1738, að hann sagði því af sér og prestskap árið 1753.</p> <p>Heimild: Guðfræðingatal, Hannes Þorsteinsson, Gutenberg 1907 - 1910.</p>

Staðir

Helgafellskirkja Prestur 19.05. 1719-1753

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 11.05.2015