Ásmundur Gunnlaugsson 10.02.1789-10.02.1860

<p>Prestur. Stúdent frá Bessastaðaskóla 1812. Vígðist 23. júlí 1815 aðstoðarprestur í Saurbæjarþingum og gegndi til 1818 er sóknsrpresturinn lét af starfi og fékk embættið til 1819 er eigandi jarðarinnar lét bera hann út. Árið 1820 varð hann aðstoðarprestur í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd, fékk Hanneyrarprestakall á Siglufirði sama ár og varð þar brátt óþokkasæll. Var honum þar kennt barn sem hann þrætti fyrir, komst í þjófnaðarmál sem hann varð reyndar sýknaður af og sótti um leyfi frá prestskap 1825 og endaði á Víðivöllum. Var hann lítt þokkaður í Skagafirði, þótti áleitinn og brögðóttur en hins vegar fjölgáfaður, vel hagmæltur og orðheppinn. <p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ I bindi, bls. 102 </p>

Staðir

Staðarhólskirkja Aukaprestur 23.07.1815-1819
Hallgrímskirkja í Saurbæ (Hvalfjarðarströnd) 1820-1820
Siglufjarðarkirkja Prestur 16.03.1820-1825

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 22.01.2019