Jón Pálsson -1771

Prestur fæddur um 1688. Stúdent frá Skálholtsskóla 1710. Fékk Prestbakka í Hrútafirði18. ágúst 1711, varð prófastur í Strandasýslu 1725, fékk Stað í Steingrímsfirði í desember 1738 og fluttist þangað í fardögum árið eftir. Sleppti prófastsembættinu 1761 og lét af prestskap 1767. Var í röð fyrirmyndarpresta, höfðinglegastur og skörungur mikill, gleðimaður og nokkuð drukkfelldur en ástsæll. Hagmæltur.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ III bindi, bls. 245-46.

Staðir

Prestbakkakirkja Prestur 18.08.1711-1738
Staðarkirkja í Staðardal, Steingrímsfirði Prestur 1738-1767

Prestur og prófastur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 11.02.2016