Jón Þórarinsson 13.09.1917-12.02.2012

Jón varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1937 og stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík og var í einkatímum hjá dr. Victor Urbancic. Hann lauk Mus.B-prófi í tónfræði 1946 og Mus.M-prófi í tónsmíði 1947 við Yale-háskólann í Bandaríkjunum þar sem hann nam undir handleiðslu Paul Hindemith. Sumarið 1945 stundaði hann nám við Juilliard tónlistarháskólann í New York og fór til námsdvalar í Austurríki og Þýskalandi 1954-1955. Jón var yfirkennari í tónfræði og tónsmíði við Tónlistarskólann í Reykjavík 1947-1968, stundakennari við sama skóla frá 1979 og kennari við Söngskólann í Reykjavík 1983-1987.

Hann starfaði við Ríkisútvarpið að mestu óslitið 1938-1956, var dagskrárstjóri lista- og skemmtideildar Ríkissjónvarpsins 1968-1979 og sat í Útvarpsráði 1983-1987. Hann var einn af stofnendum Sinfóníuhljómsveitar Íslands, fyrsti stjórnarformaður 1950-1953 og framkvæmdastjóri hennar 1956-1961. Þá sat hann aftur í stjórn hljómsveitarinnar frá 1988-2002.

Jón var söngstjóri Fóstbræðra 1950-1954, Gamalla Fóstbræðra frá stofnun 1959-1997 og Stúdentakórsins 1964-1967.

Hann var forseti Bandalags íslenskra listamanna 1951-1952 og 1963-1966, var formaður úthlutunarnefndar Kvikmyndasjóðs 1985-1986 og framkvæmdastjóri Listahátíðar 1988. Jón sat í undirbúningsnefnd Samtaka um byggingu tónlistarhúss (1987) og í stjórn samtakanna um skeið. Auk þess að gegna ýmsum öðrum stjórnar- og trúnaðarstörfum hjá samtökum listamanna. Jón var meðlimur í Rótarýklúbbi Reykjavíkur frá 1975 til dauðadags.

Eftir Jón liggur fjöldi tónverka. Meðal tónsmíða hans eru sónata fyrir klarínett og píanó, orgelmúsík, lagaflokkurinn Of Love and Death fyrir baritón og hljómsveit, Völuspá fyrir einsöngvara og kór og hljómsveit (1974), Minni Ingólfs tilbrigði við lag Jónasar Helgasonar (1986) og Te Deum lofsöngur, sem var síðasta stóra tónverk Jóns, frumflutt í janúar 2001. Meðal þekktra sönglaga Jóns eru Fuglinn í fjörunni, Íslenskt vögguljóð á Hörpu og Sex gamlir húsgangar. Jón samdi auk þess tónlist við mörg leikrit og kvikmyndir og gerði fjölda útsetninga á verkum annarra höfunda, meðal annars hljómsveitarútsetningu þjóðsöngsins. Megnið af frumsaminni tónlist Jóns kom út á geisladiskasafninu Fuglinn í fjörunni 1998.

Meðal ritverka Jóns eru Stafróf tónfræðinnar (1962) Páll Ísólfsson (1963) Sveinbjörn Sveinbjörnsson ævisaga (1969) og óútgefin Tónlistarsaga Íslands frá landnámsöld til miðbiks tuttugustu aldar sem varðveitt er í Þjóðskjalasafni. Hann skrifaði tónlistargagnrýni og um tónlist og tónlistarmenn í Alþýðublaðið (1948-1950), Morgunblaðið (1962-1968) og Vísi á árum áður. Eftir Jón liggur auk þess mikill fjöldi greina um tónlist og tónlistarmálefni frá ýmsum tímum. Jón var riddari íslensku fálkaorðunnar frá 1978 og stórriddari hennar frá 1999.

Úr minningargrein í Morgunblaðinu 23. febrúar 2012, bls. 26.

Brief biography in English:

Jon Thorarinsson (b Gilsárteigur farm, eastern Iceland, 13 Sept 1917). Icelandic composer, teacher and writer on music. After early musical training in the village of Seyðisfjörður, he attended college in Akureyri, where some of his first compositions were performed and published. From 1937 to 1944 he studied privately and also at the Reykjavík College of Music with Franz Mixa, Victor Urbancic and Páll Ísólfsson. From 1944 he continued his studies with Hindemith at Yale (MM in composition, 1947). On returning to Iceland he served as musical advisor at the Icelandic State Radio (1947–56) and programme director of the State Television (1968–79). He played a large role in the founding of the Iceland SO and served as both chairman of its board (1950–53) and manager (1956–61). Chairman from 1947 to 1968 of the theory and composition department at the Reykjavík College of Music, he was an influential teacher whose pupils included Jón Nordal, Leifur Thórarinsson and Fjölnir Stefánsson. He has also been an active music critic, and has written biographical accounts of several Icelandic composers.

His music is characterized by clear formal outlines and well-crafted counterpoint. Of his earliest works, the tuneful simplicity of his songs – for example his 1939 settings, Fuglinn í fjörunni (‘The Bird on the Shore’) and Íslenskt vögguljóð á Hörpu (‘Icelandic Spring Lullaby’) – has earned them great popularity, while the Clarinet Sonata (1947) is a highly successful work in a more modern style suggestive of Hindemith's influence. His later works show a diversity of stylistic approaches, including a return to a neo-romantic style in his songs, such as in Dáið er alt án drauma (‘All has Died without Dreams’, 1994), while Brek (‘Pranks’, 1981) is his only foray into seralism.

Grove Music Onlin (October 3, 2012).

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Hugi Þórðarson uppfærði 12.12.2014