Janus Jónsson 24.12.1851-07.11.1922

Prestur. Stúdent með 2. einkunn úr Reykjavíkurskóla 1869. Fékk Hestþing 1. september 1876 og Holt í Önundarfirði 20. mars 1884 og fékk þar lausn frá prestskap 1908. Var um hríð kennari við Flensborgarskóla. Prófastur í Vestur-Ísafjarðarsýslu 1887 - 1908. Amtráðs- og sýslunefndarmaður.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ III bindi, bls. 13.

Staðir

Hestkirkja Prestur 01.09. 1876-1884
Holtskirkja Prestur 20.03. 1884-1908
Staðarkirkja í Staðardal, Súgandafirði Prestur 20.03. 1884-1901

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 20.11.2018