Ragnar Björnsson 27.03.1926-10.10.1998

<p>Ragnar fæddist að Torfustaðahúsum í Vestur-Húnavatnssýslu, sonur Björns Guðmundar Björnssonar, organista og smiðs, og s.k.h., Sigrúnar Ragnheiðar Jónsdóttur, hjúkrunar- og saumakonu.</p> <p>Fyrri kona Ragnars var Katla Ólafsdóttir meinatæknir en seinni kona hans var Sigrún Björnsdóttir leikkona og eignaðist hann fimm dætur.</p> <p>Ragnar lærði fyrst á orgel hjá föður sínum, lærði á píanó hjá Huldu Stefánsdóttur á Þingeyrum, síðar skólastjóra Kvennaskólans á Blönduósi, lærði á orgel hjá Páli Ísólfssyni við Tónlistarskólann í Reykjavík og síðan hjá föðurbróður Páls, Jóni Pálssyni og k.h., Önnu Adólfsdóttur, sem reyndust honum sem bestu fósturforeldrar. Hann lærði einnig hjá Sigfúsi Einarssyni, Victor Urbancic og Rögnvaldi Sigurjónssyni píanóleikari, lauk burtfararprófi í orgelleik frá Tónlistarskólanum 1947, burtfararprófi í píanóleik þaðan 1950, stundaði nám í hljómsveitarstjórn og píanóleik hjá prófessor Haraldi Sigurðssyni við Konunglega tónlistarskólann í Kaupmannahöfn og í hljómsveitarstjórn hjá Hans von Swarowsky við Vínarakademínuna og lauk prófum 1954. Hann fór síðar margar námsferðir í orgelleik til Berlínar og München. Einnig stundaði hann framhaldsnám í hljómsveitarstjórn í Hilversum í Hollandi og í Köln.</p> <p>Ragnar hóf að stjórna Sinfóníuhljómsveit Íslands á ballett- og óperusýningum í Þjóðleikhúsinu á 6. áratugnum. Eftir námið í Vínarborg var hann söngstjóri Karlakórsins Fóstbræðra í 26 ár, var jafnframt skólastjóri Tónlistarskólans í Keflavík í 16 ár, stofnaði Nýja tónlistarskólann í Reykjavík 1978 og var skólastjóri hans til dauðadags.</p> <p>Ragnar var aðstoðardómorganisti hjá Páli til ársloka 1968 og var þá ráðinn dómorganisti. Hann stjórnaði óperum og ballettum í Þjóðleikhúsinu, var aðstoðarhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands og stofnaði óperuflokk með íslenskum óperusöngvurum.</p> <p align="right">Merkir Íslendingar. Morgunblaðið. 27. mars 2015, bls. 35.</p> <p>Sjá einnig Kennaratal á Íslandi, II. bindi bls. 439.</p>

Staðir

Skólastjóri 1956-1976
Dómkirkjan Organisti 1968-1978
Tónlistarskóli Reykjanesbæjar Skólastjóri 1956-1976

Heimildarmaður/flytjandi í eftirfarandi hljóðritum

7 hljóðrit
Dags Safnmark Efni Heimildarmenn #
HérVHún Fræðafélag Vorvaka Vorvaka á Hvammstanga. Ragnar Björnsson flytur sónötu eftir Mozart í a-dúr. Ragnar Björnsson 41845
1977 HérVHún Fræðafélag 042 Vorvaka á Hvammstanga. Ragnar Björnsson leikur verk eftir Bach á orgel í kirkjunni á Hvammstanga í t Ragnar Björnsson 41870
1977 HérVHún Fræðafélag 042 Vorvaka á Hvammstanga. Karl Sigurgeirsson kynnir Ragnar Björnsson sem leikur á píanósónötu eftir Moz Ragnar Björnsson og Karl Sigurgeirsson 41874
HérVHún Fræðafélag Vorvaka Vorvaka á Hvammstanga. Ragnar Björnsson leikur konsert í a-moll eftir Bach. Ragnar Björnsson 41875
HérVHún Fræðafélag Vorvaka Vorvaka á Hvammstanga. Karl Sigurgeirsson kynnir dagskrá næstu daga á Vorvökunni. Ragnar Björnsson f Ragnar Björnsson og Karl Sigurgeirsson 41887
01.04.1983 HérVHún Fræðafélag 048 Vorvaka á Hvammstanga. Föstutónleikar í Hvammstangakirkju, Ragnar Björnsson, og dóttir hans Ólög Rag Ragnar Björnsson , Ólöf Ragnarsdóttir og Guðni Þór Ólafsson 42035
1978 HérVHún Fræðafélag 043 Vorvaka á Hvammstanga. Ragnar Björnsson leikur konsert í a-moll eftir Bach, verk sem á íslensku heit Ragnar Björnsson 42078

Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 27.03.2015