Þorgeir Markússon 1722-1769

Prestur. Stúdent frá Skálholtsskóla 1740 með ágætum vitnisburði. Fékk Útskála 25. apríl 1747 en var dæmdur frá embætti vegna fölsunar á kaupmannsseðli 1753 en náðaður af kóngi frá hegningu og ærumissi en fékk ekki uppreisn til prestskapar. Bjó síðan í Fuglavík á Miðnesi og andaðist þar úr "hálfvisnun."

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ V bindi, bls. 130-31.

Staðir

Útskálakirkja Prestur 25.04.1747-1753

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 4.06.2014