Yan Pascal Tortelier 19.04.1947-

<p>Yan Pascal Tortelier hefur verið ráðinn aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands til þriggja ára og tekur við stöðunni í byrjun starfsársins 2016-17 og stjórnar þá upphafstónleikum starfsársins.</p> <p>Yan Pascal Tortelier er heimsþekktur hljómsveitarstjóri og nýtur mikillar virðingar fyrir störf sín. Tortelier hefur stjórnað mörgum af helstu hljómsveitum heimsbyggðarinnar, þar á meðal Sinfóníhljómsveit Lundúna, Orchestre de Paris, Konunglegu Concertgebouw-hljómsveitinni, Fílharmóníuhljómsveitinni í Sankti Pétursborg, Hljómsveit La Scala-óperunnar í Mílanó, Fílharmóníuhljómsveitinni í Los Angeles og sinfóníuhljómsveitunum í Boston, Chicago og Montréal. Tortelier hefur um langt árabil starfað fyrir Chandos-útgáfuna og hljóðritað fjöldamörg verk, einkum með BBC-fílharmóníunni. Þar má nefna verðlaunadiska með hljómsveitarverkum eftir Ravel, César Franck, Albert Roussel og Henri Dutilleux.</p> <p>Yan Pascal Tortelier hefur átt farsælt samstarf við Sinfóníuhljómsveit Íslands allt frá árinu 1998 þegar hann stjórnaði tónleikum á Listahátíð í Reykjavík. Hann kom aftur þegar hljómsveitin var flutt í Hörpu 2012 og nú síðast stjórnaði hann hljómsveitinni á tónleikum í mars síðastliðnum við frábærar undirtektir...</p> <p align="right">Af vef Sinfóníuhljómsveitar Íslands 6. október 2015</p> <p>- - - - - </p> <p>Yan Pascal Tortelier is a French conductor and violinist. Born in Paris, he is the son of the cellist Paul Tortelier, and the brother of Maria de la Pau. Tortelier began piano and violin studies at age 4. At age 14, he was a first-prize winner for violin at the Paris Conservatoire.</p> <p>Tortelier has worked and recorded extensively in the United Kingdom. He was principal conductor of the Ulster Orchestra from 1989 to 1992. He served as Principal Conductor of the BBC Philharmonic Orchestra in Manchester from 1992 to 2003, and now has the title of conductor emeritus with the orchestra. He has also been a Principal Guest Conductor of the National Youth Orchestra of Great Britain (NYOGB)...</p> <p align="right">From a Wikipeida-page on Tortelier (October 7, 2015)</p> <p>Mr. Tortelier has been hired as the principal conductor of the Iceland Symphony Orchestra, beginning at the 2016-2017 season.</p>

Tengt efni á öðrum vefjum

Fiðluleikari , píanóleikari og stjórnandi
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 7.10.2015