Guttormur Guttormsson 20.04.1809-21.08.1881

<p>Prestur. Stúdent úr heimaskóla 1831. Vígðist aðstoðarprestur föður síns að Hofi í Vopnafirði 29. ágúst 1841 og var það til vors 1849. Eftir það var hann embættislaus þar til hann fékk Stöð 6. desember 1852 og var þar til æviloka. Þótti heldur einfaldur og þó ekki illa gefinn, óásjálegur og blestur á máli en reglusamur, hæglátur og vel látinn. <p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ II bindi, bls. 222. </p>

Staðir

Stöðvarfjarðarkirkja Prestur 06.12.1852-1881
Hofskirkja í Vopnafirði Aukaprestur 29.08.1841-1849

Aukaprestur og prestur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 10.01.2018