Guðmundur Benediktsson 06.04.1951-

<p>Ég er fæddur í Rekjavík en ólst upp á Selfossi. Það var mikið sungið og spilað á mínu heimili alla tíð þannig að ég smitaðist af tónlistarbakteríunni snemma.</p> <p>Eldri systir mín kenndi mér fyrstu gítargripin sem voru aðeins tvö minnir mig.Það fannst mér ekki alveg nóg þannig að ég sótti nokkra gítartíma hjá Ásgeiri Sigurðssyni rakara og tónlistarmanni. Tæplega 12 ára byrjaði ég að spila í fyrstu hljómsveitinni sem hét Bimbó tríó og þar með hófst samstarf okkar Ólafs Þórarinssonar (Labba í Glóru) því fáum árum síðar var hljómsveitin Mánar stofnuð(1965). Síðan hef ég leikið með ýmsum sveitum s.s. Haukum, Brimkló, Upplyftingu svo einhverja séu nefndar. Einnig lék ég um árabil með þjóðlagasveitinni Islandica og ferðaðist með henni víða um lönd. Ég hef líka aðeins komið nálægt leikhúsvinnu; tók þátt í uppfærslu Leikfélags Reykjavíkur á rokkóperunni “Súperstar” í Austurbæjarbíói árið 1973 og “Blóðbræðrum” í Borgarleikhúsinu tveim áratungum síðar. 1976 útskrifaðist ég sem tónmenntakennari frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og hef stafað við kennslu auk þess að vera um tíma sölumaður í hljóðfæraverslun.</p> <p align="right">Af vef South River Band (13. október 2015).</p>

Staðir

Tónlistarskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi -

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Haukar Hljómborðsleikari
Kaktus Söngvari , Gítarleikari og Hljómborðsleikari 1980-03
Mánar Söngvari 1965
South River Band Söngvari og Gítarleikari

Tengt efni á öðrum vefjum

Gítarleikari , píanóleikari , söngvari og tónlistarnemandi
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 24.08.2020