Daníel Þorsteinsson -

Daníel er fæddur í Neskaupstað. Hóf hann þar sitt tónlistarnám en lauk burtfarar- og píanókennaraprófi frá Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar og stund- aði framhaldsnám við Sweelinck tónlistarháskólann í Amsterdam, þaðan sem hann lauk prófi árið1993. Daníel hefur verið virkur í íslensku tónlistarlífi um árabil, bæði sem einleikari og í samleik, auk þess sem hann hefur samið og útsett tónlist fyrir leikhús, söngvara og kóra og leikið inná fjölda hljómdiska, tónlist af ýmsu tagi. Hann hefur verið í CAPUT hópnum frá upphafi og komið fram með honum víða um heim og leikið inn á hljómplötur og fyrir útvarp. Daníel var útnefndur bæjar- listamaður á Akureyri árið 2000 en þar býr hann nú og starfar.

Sumartónleikar í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar – tónleikaskrá 6. ágúst 2002.

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Caput Píanóleikari

Píanókennari og píanóleikari
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 10.12.2014