Þorgrímur Jónsson 16.07.1687-17.02.1739

Prestur. Varð stúdent frá Hólaskóla 1708. Vígðist 9. júní 1709 aðstoðarprestur föður síns, sr. Jóns Þorgrímssonar á Þóroddsstað í Kinn. Sinnti þá m.a. Eyjadalsá í eitt ár, 1711-12. Fékk Háls í Fnjóskadal 10. september 1712 og hélt til æviloka. Árið 1718 fauk þak af kirkjunni en þar var prestur staddur, vafalítið að reyna að bjarga þakinu, datt ofan í kirkjugarðinn, fótbrotnaði og lá í rúmlega eitt ár í því meini.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ V bindi, bls. 136.

Staðir

Þóroddsstaðakirkja Aukaprestur 09.06.1709-1712
Hálskirkja Prestur 10.09.1712-1739

Aukaprestur og prestur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 7.09.2017