Páll Magnússon Thorarensen 26.11.1801-19.05.1860
<p>Stúdent frá Bessastaðaskóla1815 með meðalvitnisburði. Fékk Sandfell 23. nóvember 1827, Bjarnanes 6. janúar 1844, Sandfell aftur 9. október 1852. Varð prófastur í Austur-Skaftafellssýslu frá 1845 til æviloka.Hann fékk mikið lof hjá biskupi en drykkjugjarn var hann og enginn fjárgæslumaður eða búmaður og ekki lærdómsmaður en prýðilega látinn.</p>
<p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PÁÓ IV bindi, bls. 142. </p>
Staðir
Bjarnaneskirkja | Prestur | 06.01. 1844-1852 |
Sandfellskirkja | Prestur | 23.11. 1827-1844 |
Sandfellskirkja | Prestur | 09.10. 1852-1860 |
Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 14.05.2018